Spargelzeit 2022
Á meginlandinu er það ekki lóan sem kemur með vorið. Það er Spargelzeit (aspas tíminn) sem blæs inn vorið með látum. KRÖST tekur nú þátt í Spargelzeit í fjórða sinn með sérinnfluttum aspas, beint frá meginlandi Evrópu. Á matseðlinum eru 3 Aspas réttir. Með aspasinum drekkum við ferskan Riesling frá hinu afburða vínhúsi Koehler-Ruprecht í Palatinate í Þýskalandi.
Spargelzeit stendur yfir í örfáar vikur, ekki láta það framhjá þér fara!
SUN - MIÐ: 11.30 til 21.30
FIM - LAU: 11.30 til 22.30
BÖÐVAR LEMACKS
Yfirkokkur KRÖST er Böðvar Lemacks sem sleit kokkaskónum á Argentínu steikhúsi og Grillmarkaðnum eftir að hafa útskrifast sem kokkur.
Matur og matargerð hafa lengi verið ástríða Böðvars, hann byrjaði strax á barnsaldri að fikta og prófa sig áfram við eldamennsku og er í dag einn af mest spennandi kokkum sinnar kynslóðar á Íslandi.
hlemmur mathöll
laugavegur 107
101 reykjavík
iceland

Θ HLEMMUR MATHÖLL Φ 101 REYKJAVÍK
σ WWW.KROST.IS α INFO@KROST.IS ε 519 7755